Við erum á FACEBOOK

Sælar ágætu prjónakonur.

Nú er ég komin til landsins og hlakka til að hitta ykkur í kvöld. Það verður engin sérstök að sýna en gaman væri ef þið kæmuð með það sem þið voruð að ljúka við.

Bestu kveðjur, Lísa Thomsen

Prjónakaffi á Gömlu Borg

Kæru prjónakonur.

Fyrsta þriðjudag hvers mánaðar er prjónakaffi hér á Gömlu Borg. Endilega kíkið við kl. 20.

Endilega fylgist með á gamlaborg.is og á facebook síðunni okkar hér.

Bestu prjóna kveðjur,

Lísa Thomsen.

-----

Útleiga

Hægt er að panta Gömlu Borg fyrir ýmsa viðburði t.d. veislur og fundi.

Áhugasamir hafið samband við Lísu Thomsen, burfell@simnet.is

Gamla Borg 1929

Gamla Borg hefur í áranna rás þjónað ýmsum hlutverkum. Upprunalega var húsið byggt sem þinghús. Svo síðar skóli, dansstaður og loks bílaverkstæði. Sjá myndir af endurgerð Gömlu Borgar

Ýmsir Liðnir Atburðir á Gömlu Borg:

Sigur Rós

22 apríl 2007

Hljómsveitin Sigur Rós hélt tónleika hér á Gömlu Borg og tók upp lög fyrir myndina þeirra Heima. Sérstakur andi var á tónleikunum þar sem fullt var út að dyrum og á meðan tónlistin hljómaði gæddu tónleikagestir sér á vöfflum, ástarpungum og kaffi.

http://www.sigur-ros.co.uk/tour/2007/20070422.php

http://www.youtube.com/watch?v=yI9Div-tb5k

Hamrar í Ljósi minninganna

Hauslausu hænurnar, ljósamótorinn, kamarinn, kúadellurnar, sveitasíminn og saltfiskurinn í bæjarlæknum er á meðal þess sem ber á góma á Upplitsviðburði á Gömlu-Borg í Grímsnesi sunnudaginn 7. ágúst kl. 15. Þá segir Guðfinna Ragnarsdóttir, menntaskólakennari og blaðamaður, frá minningum sínum frá Hömrum í Grímsnesi, hjá Siggu og Jóhannesi, þ.e. Sigríði Bjarnadóttur og Jóhannesi Jónssyni sem bjuggu í austurbænum á Hömrum.

Guðfinna á ótal ómetanlegar minningar frá Hömrum frá sínum bernsku- og unglingsárum. Tengsl fjölskyldu Guðfinnu við Hamra hófust frostaveturinn mikla 1918 þegar föðurbróðir hennar, Elías Kristinn Guðmundsson, var sendur þangað til dvalar níu ára gamall og ólst þar síðan upp. Guðfinna rekur minningar sínar og sýnir síðan fjölmargar ljósmyndir frá Hömrum. Á eftir er öllum viðstöddum boðið í kaffi og meðlæti að hætti Siggu á Hömrum.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.


Skrímsli

Skrímsli í uppsveitunum og andlit í landslaginu eru viðfangsefni næsta viðburðar Upplits, sem haldinn verður á Gömlu-Borg í Grímsnesi laugardaginn 12. mars kl. 16.00. Þá mun Anna Soffía Óskarsdóttir frá Kaldárhöfða flytja erindi um skrímsli í vötnum í uppsveitum Árnessýslu og Guðmundur Guðmundsson frá Efri-Brú verður með ljósmyndasýningu um andlit í landslaginu. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Endilega takið börnin og barnabörnin með - skrímslasögur eru jú fyrir alla aldurshópa!

Æja - K R A F T A R

Málverkasýning sem Æja hélt í ágúst á Gömu Borg.

æjaaeja

Dirty deal bluesband

The dirty Deal Bluesband verður með Blústónleika á Gömlu Borg á laugardainn í samstarfi við Menningarráð Suðurlands. Sveitin er skipuð fjórum Selfyssingum, en þeir eru Guðmar Elís Pálsson, Örn Gunnþórsson, Magnús Einarsson og Sveinbjörn Oddsson. Tónleikarnir verða næstkomandi laugardag kl. 22 og kostar kr. 1000 inn á tónleikana

Verið velkomin á Gömlu Borg.

Brú til Borgar

forsetinnHin vinsæla sumarhátíð Brú til Borgar sem er hátíð Hollvina Grímsness verður helgina 10-11 júlí. Fyrrverandi landbúnaðarráðherra Guðni Ágústsson mun setja hátíðina hér á Gömlu Borg kl 13 þann 10 júlí. Einnig verður ljósmyndasýningin Göngur og Réttir opnuð þann sama dag.

Nánari dagskrá hátíðarinnar má sjá hér. Á heimasíðu Hollvinafélags Grímsness er að finna frekari upplýsingar.

South River Band 

south